KR tilkynnti í dag að Luke Rae væri búinn að framlengja við félagið. Nýr samningur gildir út tímabilið 2027 en fyrri samningur hefði runnið út í lok þessa tímabils.
Luke er eldfljótur enskur kantmaður sem hefur sýnt með KR hversu öflugur hann getur verið, en hefur inn á milli aðeins týnst.
Luke er eldfljótur enskur kantmaður sem hefur sýnt með KR hversu öflugur hann getur verið, en hefur inn á milli aðeins týnst.
Hann kom fyrst til Íslands fyrir tímabilið 2020 og hefur spilað með Tindastóli, Vestra, Gróttu og KR hér á landi.
Hann er á leið í sitt þriðja tímabil með KR. Hann er 24 ára og hefur samkvæmt Transfermarkt skorað ellefu mörk og lagt upp þrjú í 60 leikjum með KR.
Athugasemdir