
Fyrsta umferðin í Mjólkurbikar karla fer fram á föstudaginn í næstu viku, þegar níu leikir eru á dagskrá.
Það fara svo tíu leikir fram laugardaginn 29. mars og verða fjórir leikir spilaðir á sunnudeginum, áður en Völsungur mætir Dalvík/Reyni í Norðurlandsslag að þriðjudegi.
Það eru aðeins lið úr neðri deildum sem mæta til leiks í fyrstu umferð en í annarri umferð má strax finna sterk félög úr Lengjudeildinni, félög á borð við HK, Fylki, Þór og ÍR.
Föstudagur 28. mars
19:00 SR-KFR (Þróttheimar)
19:00 Léttir-Kría (ÍR-völlur)
19:00 KFK-Elliði (Fagrilundur - gervigras)
19:00 BF 108-Afríka (Víkingsvöllur)
19:00 Vængir Júpiters-KÁ (Fjölnisvöllur - Gervigras)
19:00 Úlfarnir-Stokkseyri (Lambhagavöllurinn)
19:00 KFG-Reynir S. (Samsungvöllurinn)
19:00 Ýmir-Hafnir (Kórinn)
20:00 Árborg-Augnablik (JÁVERK-völlurinn)
Laugardagur 29. mars
13:00 Ægir-KV (JÁVERK-völlurinn)
13:00 Spyrnir-Neisti D. (Fellavöllur)
14:00 Víðir-Hörður Í. (Nettóhöllin-gervigras)
14:00 Kári-KFS (Akraneshöllin)
14:00 ÍH-KH (Skessan)
14:00 KF-Tindastóll (Dalvíkurvöllur)
14:00 Smári-Fálkar (Fagrilundur - gervigras)
14:00 Árbær-Þorlákur (Domusnovavöllurinn)
16:00 Einherji-Sindri (Fellavöllur)
17:00 Uppsveitir-Hvíti riddarinn (JÁVERK-völlurinn)
Sunnudagur 30. mars
14:00 Hamar-Skallagrímur (Þróttheimar)
14:00 Álftanes-Haukar (OnePlus völlurinn)
17:00 Magni-Kormákur/Hvöt (Boginn)
18:00 Álafoss-RB (Malbikstöðin að Varmá)
Þriðjudagur 1. apríl
18:00 Völsungur - Dalvík/Reynir (PCC völlurinn)
Athugasemdir