Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. apríl 2021 18:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Félögin tólf funda í kvöld - Þessu er að ljúka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilaborgin er að falla, Chelsea og Manchester City voru fyrstu félögin til að segja sig úr nýrri Ofurdeild, deild sem skapað hefur mikla reiði meðal áhugamanna um knattspyrnu, eða svo segja heimildir stórra fjölmiðla erlendis.

Atletico Madrid fylgdi í fótspor ensku félaganna tveggja og forseti Barcelona segir að félagið taki ekki þátt nema það sé með vilja þeirra sem eiga hlut í félaginu.

Það er greint frá því að eigendur félaganna tólf, sem stóðu á bakvið áform um að stofna Ofurdeildina, muni funda í kvöld.

Búist er við því að hætt verði við þessi áform og ekkert verði af Ofurdeildinni, í bili hið minnsta.

Stór nöfn í enska knattspyrnuheiminum, þeir Jamie Carragher, Gary Lineker og Gary Neville fagna þessu. Boltinn er kominn aftur til fólksins segja þeir. Neville gat ekki setið á sér og skaut á Joel Glazer, einn eigenda Man Utd, um að ekkert hefði heyrst frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner