Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. apríl 2021 20:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skilaboð fyrirliðans skýr: Okkur líkar þetta ekki og viljum ekki að þetta gerist
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, kallaði í dag til fundar hjá fyrirliðum félaga í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði hann til að ræða um Ofurdeildina.

Leikmenn, stjórar og stuðningsmenn virðast langflestir vera mótfallnir þeirri áætlun eigenda nokkurra stórra félaga í Evrópu að stofna nýja deild í Evrópu þar sem þau mætast innbyrðis.

Henderson sendi frá sér tíst í kvöld þar sem skilaboðin eru skýr. „Okkur líkar þetta ekki og við villju ekki að af þessu verði," byrjaði Henderson.

Liverpool er eitt félaganna tólf sem ætluðu að stofna deildina en Chelsea og Manchester City hafa hætt við þátttöku.

„Það er samstaða meðal okkar í þessu máli."

„Skuldbinding okkar við þetta knattspyrnufélag og stuðningsmanna þess er alger og skilyrðislaus."

„You'll Never Walk Alone,"
bætir Henderson við.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner