Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 20. apríl 2021 22:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Við gerðum mistök" en Wright vill Kroenke burt
Stan Kroenke
Stan Kroenke
Mynd: Getty Images
Arsenal sendi frá sér yfirlýsingu fyrir um hálftíma síðan. Þar kemur fram, í opnu bréfi til stuðningsmanna, að félagið ætli sér ekki að taka þátt í Ofurdeildinni og sé hætt við öll áform sem tengjast þeirri deild.

Félagið nýtti einnig tækifærið og bað stuðningsmenn sína afsökunar en svo gott sem öll umræða um Ofurdeildina hefur verið neikvæð í garð þeirra tólf félag sem ætluðu sér að stofna og hefja leik í deildinni.

„Sem afleiðing af því að hlusta á ykkur og fótboltasamfélagið í heild síðustu daga erum við að draga okkur úr fyrirhugaðri ofurdeild.

Við gerðum mistök og biðjumst velvirðingar á þeim,"
segir við tilkynningu Arsenal. Félagið er það eina til þessa til að biðjast afsökunar á áformunum.

Ian Wright, fyrrum sóknarmaður Arsenal, er einn af mörgum (100 þúsund tíst hafa verið merkt með #KroenkeOut) sem vilja að Stan Kroenke, meirihlutaeigandi í Arsenal, fari frá félaginu.




Athugasemdir
banner
banner
banner