Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   lau 20. apríl 2024 21:23
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Wolves og Arsenal: Rice bestur í áttunda sinn á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Declan Rice var besti maður Arsenal í 2-0 sigrinum á Wolves á Molineux-leikvanginum í Wolverhampton í kvöld.

Englendingurinn var magnaður í liði Arsenal. Hljóp úr sér lungun og með 90 prósent hlutfall í heppnuðum sendingum.

Þetta er í áttunda sinn í deildinni sem hann er valinn maður leiksins en hann fékk 8 fyrir frammistöðu sína í kvöld. Matt Doherty, leikmaður Wolves, var slakasti maður vallarins með 5.

Wolves: Sa (6), Doherty (5), S Bueno (6), Kilman (7), Toti (6), H Bueno (6), Doyle (6), Traore (6), Gomes (7), Chirewa (6), Hwang (6).
Varamenn: Lemina (6), Ait-Nouri (6), Sarabia (6).

Arsenal: Raya (7), White (7), Gabriel (7), Saliba (7), Kiwior (6), Rice (8), Odegaard (7), Havertz (6), Saka (6), Jesus (7), Trossard (7).
Varamenn: Martinelli (6), Partey (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner