Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 13:06
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes á bekknum í fyrsta sinn í þrjú ár
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: EPA
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, er á bekknum hjá liðinu gegn Wolves á Old Trafford í dag en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem hann tekur sér sæti á tréverkinu.

Portúgalinn hefur verið mjög áreiðanlegur í liði United frá því hann kom frá Sporting fyrir fimm árum.

Á þessum tíma hefur hann spilað 190 leiki í úrvalsdeildinni og aðeins byrjað þrjá á bekknum.

Síðast var hann á bekknum í janúar 2022 en það var einmitt í 1-0 tapi gegn Wolves.

Ruben Amorim, stjóri United, talaði um það eftir leikinn gegn Lyon að öll einbeiting færi nú á á Evrópudeildina og því þyrftu stuðningsmenn að sýna því skilning að hann muni nota unga og hvíla reyndari leikmenn í deildinni.


Athugasemdir
banner