Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni í dag eftir tap gegn Liverpool á King Power vellinum.
„Þetta er erfitt og mjög svekkjandi. Þetta gerist ekki bara í dag, þetta lá í loftinu undanfarnar vikur. Við gáfumst aldrei upp, nú þurfum við að nýta restina af leikjunum til að enda tímabilið eins vel og hægt er," sagði Ruud van Nistelrooy, stjóri liðsins.
„Þetta er erfitt og mjög svekkjandi. Þetta gerist ekki bara í dag, þetta lá í loftinu undanfarnar vikur. Við gáfumst aldrei upp, nú þurfum við að nýta restina af leikjunum til að enda tímabilið eins vel og hægt er," sagði Ruud van Nistelrooy, stjóri liðsins.
„Leikirnir á móti Brighton og Liverpool eru merki um að leikmenn eru tilbúnir að berjast og enda tímabilið vel og fara á góðu skriði inn í næsta tímabil."
Leicester og Southampton eru fallin og Ipswich er 15 stigum frá öruggu sæti þegar 15 stig eru eftir í pottinum. Þetta eru öll liðin sem komu upp úr Championship deildinni fyrir tímabiliið.
„Munurinn á þessum þremur liðum og hinum er alltof mikill. Það er ljóst að það er gæðamunur. Ég bjóst við að fá fleiri stig, við áttum mjög góða leiki en fengum engin stig. Svo voru leikir þar sem við spiluðum ekki eins vel og við eigum að geta. Við töpuðum alltof mörgum leikjum strax í fyrri hálfleik," sagði Van Nistelrooy.
Athugasemdir