María Catharina Ólafsdóttir Gros lagði upp jöfnunarmarkið er Linköping náði í fyrsta stig tímabilsins í sænsku úrvalsdeildinni með því að gera 1-1 jafntefli við Norrköping í dag.
Linköping hafði tapað öllum þremur deildarleikjum sínum fyrir leikinn gegn Norrköping og stefndi allt í fjórða tapið er hollenski varnarmaðurinn Jada Conijenberg kom Norrköping í forystu þegar fimmtán mínútur voru eftir.
Heimakonur voru ekki á þeim buxunum að fara tapa enn einum leiknum og aðeins fjórum mínútum síðar gerði Michelle De Jongh jöfnunarmarkið eftir stoðsendingu frá Maríu.
Þetta var fyrsta stoðsending hennar í deildinni á tímabilinu og mikilvæg var hún því nú er Linköping komið á blað.
LInköping er í næst neðsta sæti deildarinnar og mætir næst botnliði Alingsås, sem er án stiga.
Marie Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Molde sem tapaði fyrir Haugesund, 3-1, í norsku B-deildinni.
Molde og Haugesund eru jöfn að stigum í 3. og 4. sæti með 7 stig.
Athugasemdir