Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   mán 20. maí 2024 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lautaro Martínez: Ég veit ekki hvað gerist í viðræðunum
Mynd: Getty Images
Það eru ýmis stórlið sem hafa áhuga á argentínska framherjanum Lautaro Martínez, sem er fyrirliði og launahæsti leikmaður Ítalíumeistara Inter.

Framtíð hans hefur þó ekki verið í óvissu þar sem hann sjálfur, talsmenn hans og stjórnendur Inter hafa allir talað um það síðustu mánuði að nýr samningur sé einungis formsatriði.

Stuðningsfólk Inter skilur ekki hvers vegna félagið er ekki búið að tryggja nýjan samning við Martínez, en núverandi samningur hans rennur út eftir tvö ár.

Nýr samningur virðist ekki lengur vera svo mikið formsatriði ef marka má nýjustu ummæli leikmannsins sem komu eftir 1-1 jafntefli Inter gegn Lazio í gær.

„Ég veit ekki hvað mun gerast í viðræðunum. Við þurfum að ná samkomulagi í vikunni," sagði Lautaro við DAZN eftir jafnteflið. Þetta segir hann vegna þess að framtíðin er óljós hjá eignarhaldi Inter, þar sem Suning hópurinn gæti misst meirihluta sinn í félaginu í sumar.

Lautaro er 26 ára gamall og er kominn með 24 mörk og 6 stoðsendingar í 33 deildarleikjum á tímabilinu.

Óljóst er hvort Inter geti mætt launakröfum hans, en stórveldi víða um Evrópu hafa verið orðuð við hann og fer Barcelona þar fremst í flokki en ensk úrvalsdeildarfélög eru einnig áhugasöm um þennan baráttuglaða markaskorara.
Athugasemdir
banner
banner
banner