sun 20. júní 2021 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Norðurálsmótið 2021
Mynd: Guðmundur Bjarki Halldórsson
Norðurálsmótið fer fram á Akranesi í 36. skipti. Mótið hófst 17. júní með keppni í 8. flokki fyrir 6 ára og yngri.

Alls tóku 69 drengjalið þátt og 16 stúlknalið. Eins og fyrr tóku margir þar sín fyrstu skref á knattspyrnuvellinum og fór mótið afar vel fram.

Þann 18. júní tók við keppni í 7. flokki fyrir 7 og 8 ára krakka sem stendur til 20. júní.

Alls taka 210 lið þátt frá 34 félögum. Leikið er í 5 manna liðum. Í fyrsta sinn fer seinni hluti mótsins fram án dómara til að gefa þjálfurum meiri möguleika til að leiðbeina þátttakendum.

Alls taka um 1.750 börn þátt í Norðurálsmótinu í ár sem er met og gerir mótið eitt það fjölmennasta á Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner