Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. júní 2022 20:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langbesta tímabil Gumma Magg og mótið er ekki hálfnað
Guðmundur Magnússon.
Guðmundur Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í kvöld.
Marki fagnað í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Níu mörk í tíu leikjum.
Níu mörk í tíu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Guðmundur Magnússon er sjóðandi heitur inn á fótboltavellinum þessa stundina.

Hann skoraði í kvöld þrennu þegar Fram gerði 3-3 jafntefli gegn ÍBV í nýliðaslag í Bestu deildinni.

Hann er búinn að skora níu mörk í tíu leikjum í Bestu deildinni í sumar og er það langbesta tímabil hans - hvað varðar markaskorun - í efstu deild.

Hans besti árangur í efstu deild fyrir þetta tímabil voru þrjú mörk. Hann hefur tvisvar gert þrjú mörk í efstu deild; fyrst með Fram og svo með Víkingi Ólafsvík.

Besta tímabil Guðmundar á ferlinum var þegar hann gerði 18 mörk í 22 leikjum með Fram í næst efstu deild árið 2018.

Ef han heldur áfram svona þá mun hann klárlega bæta markamet deildarinnar sem er 19 mörk. Búið er að fjölga leikjum í deildinni og verða þeir 27 í ár í fyrsta sinn. Það er því rúmlega 1/3 búinn að mótinu núna.

Skóf tíu kíló af sér
Sóknarmaðurinn öflugi fór í viðtal hér á Fótbolta.net fyrr á tímabilinu þar sem hann var spurður út í árangurinn á þessari leiktíð.

„Ég er búinn að fá sénsinn tvisvar, þrisvar í efstu deild en í þannig liðum að það er varnarsinnað. Núna er ég í sóknarsinnuðu liði, þannig nýtast mínir hæfileikar best. Ég byrjaði strax í október að vera hérna inn í sal fjórum sinnum í viku plús fótboltinn, skóf af mér tíu kíló. Ég hef ekkert verið að blammera því fram eins og sumir, en mér líður mjög vel og finnst ég vera að byggjast hægt og rólega inn í þetta," sagði hann í viðtalinu.

Guðmundur er næst markahæstur í deildinni á eftir Ísaki Snæ Þorvaldssyni, sem er kominn með tíu mörk. Hann var að skora fyrir Breiðablik í leik gegn KA sem núna stendur yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner