Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 20. júní 2022 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikkelsen ekki að koma aftur - „Skrítnasta sem ég hef heyrt"
Thomas Mikkelsen.
Thomas Mikkelsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er ekkert til í sögum þess efnis að danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen sé á leið aftur í Breiðablik.

Þetta segir Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari liðsins.

Sjá einnig:
Mikkelsen aftur í Breiðablik? - „Það eru engin vandamál þar"

Mikkelsen var stórgóður leikmaður fyrir Blika, en hentaði ekki sérlega vel í leikstíls Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara liðsins. Hann yfirgaf félagið síðasta sumar, en núna voru að spretta upp sögur um að hann væri að koma aftur til þess að auka breidd liðsins.

Halldór var spurður út í þetta í viðtali eftir 4-1 sigur gegn KA í Bestu-deildinni í kvöld.

„Nei, það er bara það skrítnasta sem ég hef heyrt. Ég hef ekki heyrt það allavega," sagði Halldór.

Mikkelsen hefur upp á síðkastið verið að spila með Kolding í C-deildinni í Danmörku.
Dóri Árna: Erum með leikmenn með stórt hjarta
Athugasemdir
banner
banner
banner