Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. júní 2022 15:09
Elvar Geir Magnússon
Nýliðarnir frá Nottingham að fá Taiwo Awoniyi
Taiwo Awoniyi.
Taiwo Awoniyi.
Mynd: EPA
Framherjinn Taiwo Awoniyi er að ganga í raðir Nottingham Forest.

Awoniyi fór til Liverpool 2015 en spilaði aldrei fyrir félagið þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi á Bretlandseyjum.

Hann hefur núna spilað fyrir landslið Nígeríu og atvinnuleyfi ekki vandamál.

Þessi 24 ára leikmaður skoraði 20 mörk og átti fimm stoðsendingar fyrir Union Berlin í þýsku deildinni á liðnu tímabili.

The Telegraph segir að Nottingham Forest, sem er nýliði í ensku úrvalsdeildinni, geri Awoniyi að dýrasta leikmanni í sögu félagsins með því að kaupa hann á 17,5 milljónir punda.

Hann fór upphaflega á láni til Union Berlin á sínum tíma en þýska félagið keypti hann síðar alfarið frá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner