Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. júní 2022 18:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúleg byrjun í öðrum leiknum á nýja Framvellinum
Guðmundur Magnússon fagnar.
Guðmundur Magnússon fagnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er í gangi leikur Fram og ÍBV í Bestu deild karla, en um er að ræða fyrsta leikinn sem karlalið Fram spilar á nýjum og glæsilegum heimavelli sínum.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  3 ÍBV

Fyrsti leikurinn á nýja heimavellinum fór fram á laugardag er kvennalið Fram vann 3-2 sigur gegn KH í 2. deild kvenna.

Fyrsti leikurinn í Bestu deild karla sem fer fram á þessum velli hefur farið ótrúlega af stað.

Fram er að spila gegn ÍBV og komu tvö mörk strax á fyrstu þremur mínútunum. Andri Rúnar Bjarnason kom ÍBV yfir eftir tvær mínútur en Guðmundur Magnússon, sem hefur verið sjóðandi heitur í sumar, jafnaði metin.

Félagið er búið að bíða lengi eftir þessari stund, að spila fótbolta á þessu nýja svæði sínu í Úlfarsárdal. Nýr heimavöllur félagsins er stórglæsilegur og tekur 1600 manns í sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner