Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 20. júní 2024 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Grealish horfir á EM í fríinu: Get ekki útskýrt hversu góður hann er
Jack Grealish er í sumarfríi.
Jack Grealish er í sumarfríi.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er að fylgjast með Evrópumótinu í sumarfríinu sínu en hann birti skemmtilega mynd á Instagram í gær.

Hann birti þar mynd af fyrrum liðsfélaga sínum, Ilkay Gundogan, en hann var greinilega hrifinn af frammistöðu miðjumannsins í leik með Þýskalandi gegn Ungverjalandi.

„Ég get ekki útskýrt hversu góður þessi maður er," skrifaði Grealish við myndina af Gundogan.

„Hann er án efa einn sá besti sem ég hef haft þá ánægju af að spila með."

Gundogan, sem er fyrirliði Þýskalands, yfirgaf Man City síðasta sumar og fór til Barcelona. Hann vann allt sem hægt var að vinna með City og var mikilvægur í því.

Grealish átti sjálfur ekki sérstakt tímabil og var ekki valinn í enska landsliðið fyrir EM.


Athugasemdir
banner
banner