West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
   fim 20. júní 2024 15:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klásúla í samningi Nagelsmann varð ógild í gær
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: EPA
Þýskaland tryggði sig í gær áfram inn í 16-liða úrslitin á Evrópumótinu með sigri gegn Ungverjalandi.

Þjóðverjar hafa unnið báða leiki sína og hafa litið vel út á mótinu hingað til.

Klásúla í samningi Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfara Þýskalands, féll úr gildi við sigurinn í gær en samningur hans er núna staðfestur til 2026.

Það var klásúla í samningi hans sem hefði orðið virk ef Þýskaland hefði ekki komist upp úr riðlinum. Þá hefði hann misst starf sitt.

Nagelsmann virðist vera að vinna ansi gott starf með þýska landsliðinu og það verður gaman að fylgjast með liðinu í framhaldinu á þessu móti.
Athugasemdir
banner
banner