Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 20. júní 2024 21:43
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Arnfríður Auður hetjan gegn Fram
Lengjudeildin
Mynd: Grótta
Grótta 2 - 0 Fram
1-0 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('15)
2-0 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('72)

Grótta tók á móti Fram í eina leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna og tóku heimastúlkur forystuna þegar Arnfríður Auður Arnarsdóttir, fædd 2008, setti boltann í netið á 15. mínútu.

Arnfríður Auður er landsliðskona með yngri landsliðum Íslands og var þetta hennar fjórða mark í sjö leikjum í Lengjudeildinni í sumar.

Staðan hélst 1-0 allt þar til á 72. mínútu, þegar Arnfríður var aftur á ferðinni. Í þetta sinn skoraði hún laglegt mark beint úr aukaspyrnu og nægði það til að innsigla dýrmætan sigur.

Grótta er með ellefu stig eftir þennan sigur og situr í öðru sæti deildarinnar, ásamt HK, eftir sjö umferðir. Það er gríðarlega stutt á milli liða í Lengjudeildinni þar sem Fram er skilið eftir í sjöunda sæti, við hlið Selfoss, með átta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner