Þróttur vann góðan sigur á Þór á Akureyri í dag en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í Lengjudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Sigurvin Ólafsson þjálfara liðsins eftir leikinn.
Lestu um leikinn: Þór 0 - 1 Þróttur R.
„Það var mikið jafnvægi og tíðindalítið í fyrri hálfleik. Báðum liðum tókst ágætlega að loka á það sem ætluðu að reyna að gera. Vallaraðstæður voru erfiðar svo við gátum ekki spilað þann bolta sem okkur dreymir um. Þá snýst þetta um að halda einbeitingu og finna móment til að brjóta ísinn og okkur tókst það," sagði Venni.
„Það sem ég er mest ánægðastur með er að í framhaldinu líður mér ekkert eins og það sé ekki gríðarleg pressa á okkur þannig við siglum þessu, ég segi ekki þægilega heim, en ég var ekkert að fá hjartaáfall í lokin."
Auðunn Ingi Valtýsson markvörður Þórs var fluttur með sjúkrabíl af vellinum eftir samstuð við Kára Kristjánsson leikmann Þróttar.
„Það var hræðilegt að sjá þetta. Mér sýndist Auðunn standa upp, ég vona að hann verði í góðu lagi, það er alltaf ógnvekjandi að sjá svona. Kári slapp allavega lifandi út úr þessu," sagði Venni.
Jörgen Pettersen leikmaður Þróttar lenti í svipuðu atviki í síðasta leik gegn ÍBV og rotaðist en Venni sagði að staðan á honum verði skoðuð vandlega næstu daga og vikur.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |