Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
Stefán Teitur: Tók stutta ræðu og svo var hann bara farinn
Róbert Orri: Var orðinn ágætlega þreyttur á að vera í Montreal
Anton Logi: Svekkjandi að missa Óskar
Nik um Sporting: Verður erfiðasti leikur tímabilsins
Ólafur Ingi: Væri skrítið að vera sáttur við að vera ekki í hópnum
Skoraði þrennu í Meistaradeildinni: Búin að bíða eftir þessu lengi
Eggert Aron: Ég sé ekki eftir neinu
Willum: Ótrúlega skemmtilegt að við höfum báðir náð svona langt
Ísak: Fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Jón Dagur spenntur fyrir nýjum kafla: Hertha það eina sem ég vildi gera
Gylfi: Draumurinn að enda á stórmóti með Íslandi
Orri Steinn um verðmiðann: Í enda dagsins er þetta bara hluti af fótboltanum
Jóhannes Karl: Fótbolti snýst bara um þessu litlu móment og þær nýta sín móment
Tinna Harðars: Það er geggjað að koma aftur inn á völlinn og geta hjálpað liðinu eins og ég gerði
Gunnar Magnús afar sáttur: Þessar stelpur þær hætta ekkert
Toddi: Þetta mun breyta öllu
Bjarni Ben: Ætlum ekki að gefa afslátt þó að við förum ekki út í ítrustu hugmyndir
Þorsteinn Aron: Fyrsta skipti sem við höldum hreinu í meira en ár
   lau 20. júlí 2024 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur vann góðan sigur á Þór á Akureyri í dag en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í Lengjudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Sigurvin Ólafsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Þróttur R.

„Það var mikið jafnvægi og tíðindalítið í fyrri hálfleik. Báðum liðum tókst ágætlega að loka á það sem ætluðu að reyna að gera. Vallaraðstæður voru erfiðar svo við gátum ekki spilað þann bolta sem okkur dreymir um. Þá snýst þetta um að halda einbeitingu og finna móment til að brjóta ísinn og okkur tókst það," sagði Venni.

„Það sem ég er mest ánægðastur með er að í framhaldinu líður mér ekkert eins og það sé ekki gríðarleg pressa á okkur þannig við siglum þessu, ég segi ekki þægilega heim, en ég var ekkert að fá hjartaáfall í lokin."

Auðunn Ingi Valtýsson markvörður Þórs var fluttur með sjúkrabíl af vellinum eftir samstuð við Kára Kristjánsson leikmann Þróttar.

„Það var hræðilegt að sjá þetta. Mér sýndist Auðunn standa upp, ég vona að hann verði í góðu lagi, það er alltaf ógnvekjandi að sjá svona. Kári slapp allavega lifandi út úr þessu," sagði Venni.

Jörgen Pettersen leikmaður Þróttar lenti í svipuðu atviki í síðasta leik gegn ÍBV og rotaðist en Venni sagði að staðan á honum verði skoðuð vandlega næstu daga og vikur.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 20 10 5 5 43 - 26 +17 35
2.    Keflavík 20 9 7 4 33 - 24 +9 34
3.    Fjölnir 20 9 7 4 32 - 24 +8 34
4.    Afturelding 20 10 3 7 36 - 34 +2 33
5.    ÍR 20 8 8 4 28 - 24 +4 32
6.    Njarðvík 20 8 7 5 32 - 27 +5 31
7.    Þróttur R. 20 7 6 7 30 - 26 +4 27
8.    Grindavík 20 6 7 7 38 - 38 0 25
9.    Leiknir R. 20 7 3 10 29 - 31 -2 24
10.    Þór 20 4 8 8 28 - 37 -9 20
11.    Grótta 20 4 4 12 29 - 46 -17 16
12.    Dalvík/Reynir 20 2 7 11 21 - 42 -21 13
Athugasemdir
banner
banner
banner