Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 20. júlí 2024 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur vann góðan sigur á Þór á Akureyri í dag en þetta var fjórði sigur liðsins í röð í Lengjudeildinni. Fótbolti.net ræddi við Sigurvin Ólafsson þjálfara liðsins eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 0 -  1 Þróttur R.

„Það var mikið jafnvægi og tíðindalítið í fyrri hálfleik. Báðum liðum tókst ágætlega að loka á það sem ætluðu að reyna að gera. Vallaraðstæður voru erfiðar svo við gátum ekki spilað þann bolta sem okkur dreymir um. Þá snýst þetta um að halda einbeitingu og finna móment til að brjóta ísinn og okkur tókst það," sagði Venni.

„Það sem ég er mest ánægðastur með er að í framhaldinu líður mér ekkert eins og það sé ekki gríðarleg pressa á okkur þannig við siglum þessu, ég segi ekki þægilega heim, en ég var ekkert að fá hjartaáfall í lokin."

Auðunn Ingi Valtýsson markvörður Þórs var fluttur með sjúkrabíl af vellinum eftir samstuð við Kára Kristjánsson leikmann Þróttar.

„Það var hræðilegt að sjá þetta. Mér sýndist Auðunn standa upp, ég vona að hann verði í góðu lagi, það er alltaf ógnvekjandi að sjá svona. Kári slapp allavega lifandi út úr þessu," sagði Venni.

Jörgen Pettersen leikmaður Þróttar lenti í svipuðu atviki í síðasta leik gegn ÍBV og rotaðist en Venni sagði að staðan á honum verði skoðuð vandlega næstu daga og vikur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner