Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 07:00
Arnar Helgi Magnússon
AC Milan reynir við framherja Real Madrid
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur nú sent menn til Spánar til þess að klára kaupin á Mariano Diaz, framherja Real Madrid.

Diaz hefur verið orðaður burt frá Real Madrid í sumar en Mónakó og Real Betis eru sögð hafa boðið í leikmanninn. Nú virðist það vera AC Milan sem er að landa leikmanninum.

Diaz virðist ekki vera í plönum Zinedine Zidane, þjálfara Real, fyrir tímabilið en hann spilaði mjög takmarkað á undirbúningstímabilinu og var ekki í leikmannahópnum í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Leikmaðurinn gekk í raðir Real Madrid fyrir síðasta tímabil en kom einungis við sögu í þrettán leikjum. Hann skoraði í þeim þrjú mörk.

Goðsögnin Paolo Maldini er nú mættur til Madrídar til þess að reyna að semja um kaup á kappanum. Hann er yfirmaður knattspyrnumála hjá AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner