Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 22:10
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Lyon sendir viðvörun til Man Utd: Dembele ekki til sölu
Mynd: Getty Images
Njósnarar hjá Manchester United og Juventus hafa verið að fylgjast með franska sóknarmanninum Moussa Dembele. Njósnarar frá Juve voru á vellinum er Lyon vann 6-0 gegn Angers um helgina.

Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, sendi viðvörun á Twitter og sagði leikmanninn ekki vera til sölu.

„Lyon hefur ekki áhuga á tilboðum í Moussa, hann er mikilvægur hlekkur í liðinu sem við erum að byggja upp," skrifaði Aulas.

„Hvorki Manchester né Juventus: þetta er spurning um prinsipp, ekki verð!"

Dembele er 23 ára og gekk í raðir Lyon í fyrra. Hann er kominn með 23 mörk í 48 leikjum og skoraði 23 mörk í 59 leikjum fyrir yngri landslið Frakka.


Athugasemdir
banner
banner