Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Meistaradeildin í dag - Ajax fer til Kýpur
Mynd: Getty Images
Það fer að styttast í að það komi í ljós hvaða lið verði í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem að leikin verður fyrir áramót.

Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld en þau lið sem að vinna sitt einvígi eru búin að tryggja sér sæti í riðlakeppninni.

Ajax fer til Kýpur í kvöld og mætir þar APOEL. Ajax fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en nú er ekki víst að liðið verði með í riðlakeppninni.

Club Brugge ferðast til Austurríkis og mætir þar LASK og á sama tíma mætast Cluj og Slavia Prag í Rúmeníu.

Jón Guðni Fjóluson og liðsfélagar hans í Krasnodar mæta síðan Olympiakos á morgun.

Leikir kvöldsins:
19:00 Cluj - Slavia Praha
19:00 APOEL - Ajax
19:00 LASK Linz - Club Brugge
Athugasemdir
banner
banner