
Topplið Lengjudeildarinnar í Aftureldingu gerðu sér góða ferð suður með sjó þegar þeir heimsóttu heitasta lið deildarinnar í Njarðvík á Rafholtsvellinum þegar 18.umferð var flautuð á.
Afturelding hafði fyrir leikinn verið í smá brasi með úrslit og ekki sótt sigur í síðustu fjórum leikjum sínum en það átti eftir að breytast í dag.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 2 Afturelding
„Tilfiningin er sæt. Erum búnir að vera bíða núna nokkuð lengi eftir þessu og við höfum verið að spila á köflum fínan fótbolta en úrslitin hafa ekki verið að koma með okkur en þetta kom í dag og mér fannst þetta sanngjarn sigur." Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir leikinn í dag.
„Mér fannst við vera betri, fengum betri færi og varnarleikurinn var öflugur. Þeir skapa sér ekki mikið í leiknum og mér fannst við vera ná að halda þeirra öflugu sóknarmönnum í skefjum, Njarðvík eru búnir að skora mikið í undanförnum leikjum og mér fannst varnarleikurinn góður, baráttan frábær og fyrst og fremst trúin á verkefninu hjá okkur hún var geggjuð allan tímann og við vissum að við værum að fara klára þennan leik og það var sætt að klára þetta hérna í lokin."
Afturelding komst aftur á sigurbraut í dag en þetta var fyrsti sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum liðsins en liðið hafði byggt upp gott forskot sem hefur verið að fjara undan í síðustu umferðum.
„Við höfum trú á verkefninu allan tímann og trú á því sem að við erum að gera. Liðsheildin er frábær hjá okkur og við erum búnir að tapa tveimur leikjum í allt sumar og fyrir mót og 18 leikir búnir og við búnir að tapa tveimur leikjum ég hugsa að ég hefði alveg tekið því ef þú hefðir boðið mér þann samning þannig að þetta hitti bara þannig á að þetta er búið að vera smá períoda núna hjá okkur núna sem hefur ekki verið að falla með okkur og ekki gengið en við erum búnir að hafa trú allan tímann og við erum búnir að spila vel í allt sumar og búnir að vera á toppnum og verðskuldum það og ætlum að halda okkur þar út mótið, það eru fjórir leikir eftir núna og þetta er allt í okkar höndum."
Nánar er rætt við Magnús Már Einarsson þjálfara Aftureldingar í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |