Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sindri Kristinn um framtíðina: Keflavík skilur mína stöðu
Sindri í leiknum í gær.
Sindri í leiknum í gær.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sindri Kristinn Ólafsson átti fínasta leik í marki Keflavíkur gegn Leikni í gær. Sindri hélt marki sínu hreinu í 1-0 sigri Keflavíkur. Hann átti reyndar að fá á sig dæmt víti, en það er önnur saga.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  1 Keflavík

Sindri ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn í gær og var spurður út í sína framtíð.

„Já, mig langar að fara erlendis. Auðvitað er draumurinn að fara út og ef eitthvað kemur upp þá er ég í mjög góðum málum hérna í Keflavík. Þeir skilja mína stöðu pg ég er í raun búinn að gera allt sem ég get fyrir liðið. Ég myndi alltaf skoða það ef eitthvað spennandi kæmi upp og Keflavík myndi alltaf leyfa mér að skoða það," sagði Sindri.

Sindri er 24 ára gamall og hefur allan sinn feril spilað með Keflavík. Síðasta haust bauðst honum að ganga í raðir Oldham á Englandi en Sindri hafnaði tilboðinu.

Sjá einnig:
Léttist um sjö kíló og líður betur - „Finn það núna að sénsinn er ekki farinn" (18. júní)
Hreinskilinn Sindri viðurkennir að Leiknir átti að fá víti
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner