Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. september 2022 23:53
Brynjar Ingi Erluson
Cannavaro að taka við Benevento - Kynntur á morgun
Fabio Cannavaro
Fabio Cannavaro
Mynd: Getty Images
Fabio Cannavaro, sem var eitt sinn valinn besti knattspyrnumaður heims, er að taka við Benevento á Ítalíu en þetta segir Fabrizio Romano í kvöld.

Cannavaro, sem var einn besti varnarmaður allra tíma, spilaði fyrir félög á borð við Napoli, Parma, Juventus, Inter og Real Madrid á ferli sínum og lék þá 136 landsleiki fyrir Ítalíu.

Hann vann HM árið 2006 með Ítalíu og var valinn besti leikmaður heims af FIFA og hlaut Ballon d'Or-verðlaunin það árið.

Cannavaro fór út í þjálfun eftir ferilinn en hann hefur stýrt liðum í Mið-Austurlöndunum og Kína. Síðast þjálfaði hann landslið Kína en hætti þar árið 2019.

Ítalski þjálfarinn er nú á heimleið. Hann mun skrifa undir tveggja ára samning við Benevento í B-deildinni og verður það tilkynnt á morgun.

Benevento er í 13. sæti B-deildarinnar með 7 stig eftir sex leiki.
Athugasemdir
banner