Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 20. september 2022 19:53
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Glódís bar fyrirliðabandið í sigri á Sociedad
Glódís Perla með fyrirliðabandið í leiknum við Sociedad
Glódís Perla með fyrirliðabandið í leiknum við Sociedad
Mynd: Getty Images
Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, bar fyrirliðabandið er lið hennar vann Real Sociedad, 1-0, í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Íslenska landsliðskonan hefur fengið að bera fyrirliðabandið í byrjun leiktíðar en hún er ein af þremur sem eru saman í leiðtogahópi og munu deila hlutverkinu á þessari leiktíð.

Hún spilaði allan leikinn í vörn Bayern í kvöld er liðið vann Sociedad, 1-0, í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar og er liðið nú aðeins einum leik frá því að tryggja sig inn í riðlakeppnina. Lea Schüller gerði eina mark leiksins.

Bayern komst í 8-liða úrslit á síðasta ári en beið lægri hlut fyrir Paris Saint-Germain.

Glódís er á öðru tímabili sínu með Bayern en hún kom frá sænska félaginu Rosengård á síðasta ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner