Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
banner
   mið 20. september 2023 09:30
Brynjar Ingi Erluson
„Kylian Mbappe er besti leikmaður heims“
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe skoraði 41. mark sitt í Meistaradeild Evrópu í gær er Paris Saint-Germain vann 2-0 sigur á Borussia Dortmund.

Mbappe er 24 ára gamall og er talinn með bestu leikmönnum heimsins, en Luis Enrique, þjálfari hans hjá PSG, er sannfærður um að hann sé einfaldlega sá besti.

„Treystu mér, Kylian Mbapp er besti leikmaður heims,“ sagði Enrique eftir sigurinn.

„Þetta er meira en bara tæknilegar hæfileikar. Það sem hefur hrifið mig er karakterinn. Það er sönn ánægja að hafa hann í klefanum — hann er leiðtogi sem er alltaf með bros á vör,“ sagði Enrique í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner