Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 20. október 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andre Ayew: Skiljum ekkert af hverju við leikum enga vináttulandsleiki
Bræðurnir Andre og Jordan Ayew.
Bræðurnir Andre og Jordan Ayew.
Mynd: GettyImages
Andre Ayew, leikmaður Swansea, er fyrirliði landsliðs Ghana. Eftir frábært ár árið 2010 er landsliðið furðulega statt í dag.

Árið 2010 fór liðið í 8-liða úrslit HM og komst í úrslitaleik Afríkukeppninnar.

Í síðustu tveimur landsleikjagluggum hefur liðið ekki leikið vináttulandsleiki og Ayew hefur áhyggjur af stöðu mála.

„Við höfum ekki hugmynd um af hverju við spilum enga vináttuleiki. Liðið var í uppsveiflu til ársins 2014 en síðan þá hefur allt legið niðurávið," sagði Ayew við BBC Sport.

„Árið 2015 fórum við líka í úrslitin í Afríkukeppninni og spiluðum leiki við góð landslið. Síðan þá hefur vantað skipulag í kringum liðið."

Ghana er í dag í 55. sæti á heimslista FIFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner