Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 20. október 2020 09:40
Magnús Már Einarsson
Carragher vill að Liverpool kaupi Upamecano
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, vill að félagið kaupi Dayot Upamecano, varnarmann RB Leipzig, í janúar til að fylla skarð Virgil van Dijk sem spilar líklega ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.

Liverpool seldi Dejan Lovren í sumar og því eru Joe Gomez og Joel Matip einu miðverðirnir í hópnum í dag.

„Það er ungur maður hjá Leipzig sem allir eru að tala um, Dayot Upamecano. Hvort hann sé jafn öflugur og Van Dijk, hann er bara 185-187 cm svo hann er kannski ekki jafn öflugur í loftinu en ef þeir vilja hann þá á að vaða í það," sagði Carragher.

„Borgið aukalega og geri það þann 1. janúar. Það þýðir að liðið þyrfti að komast í gegnum 11 deildarleiki fram að því án Virgil van Dijk."

„Ég vil líka segja eitt um Virgil van Dijk og það er að í síðustu 23 leikjum hefur liðið einungis haldið fimm sinnum hreinu og Van Dijk spilaði alla þessa leiki. Það er ekki eins og allt hafi verið fullkomið. Við sáum sjö mörk gegn Aston Villa og við sáum Leeds leikinn. Ég held að það þurfi að kaupa sterkan leikmann."

Athugasemdir
banner