AZ Alkmaar í Hollandi hefur tilkynnt um fjölda nýrra Covid-19 smita hjá félaginu. Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson er hjá AZ Alkmaar.
Liðið á að mæta Napoli á útivelli í Evrópudeildinni á fimmtudag en sá leikur er nú í hættu.
Liðið á að mæta Napoli á útivelli í Evrópudeildinni á fimmtudag en sá leikur er nú í hættu.
Á heimasíðu AZ segir að smit hafi greinst í leikmannahópnum í morgun og að félagið sé í nánu sambandi við hollensk og ítölsk heilbrigðisyfirvöld og UEFA.
AZ Alkmaar tilkynnti í síðustu viku um níu smit hjá félaginu og núna virðist veiran hafa dreift mikið úr sér.
Athugasemdir