Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 20. október 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Skellihlegið á Sky - Coady hélt að hann væri maður leiksins
Hinn 23 ára gamli Max Kilman var valinn maður leiksins í 1-0 sigri Wolves á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gær. Kilman hefur verið að brjóta sér leið inn í lið Wolves en einungis þrjú ár eru síðan hann spilaði í ensku utandeildinni með Maidenhead United.

Conor Coady, fyrirliði Wolves, var hress í viðtali við Sky eftir leik. Þegar Coady fékk að vita að Kilman var valinn maður leiksins varð hann hins vegar hissa.

Jamie Carragher, sérfræðingur Sky, benti á að Coady hafi staðið í þeirri trú á að hann yrði sjálfur valinn maður leiksins. Í kjölfarið var mikð hlegið í stúdíóinu hjá Sky Sports.

„Hættið að hlægja og gera grín að mér," sagði Coady og skellihló sjálfur eins og sjá má hér að neðan.

Coady ólst upp hjá Liverpool og Carragher reyndi einnig að ljúga að honum Jurgen Klopp vilji fá hann til félagsins. Coady trúði því tæplega eins og sjá má á síðara myndbandinu.


Athugasemdir
banner
banner