Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. október 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pabbi Karólínu: Á frekar að spila í miðlungsdeildum en æfa með þeim bestu?
Icelandair
Vilhjálmur
Vilhjálmur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ekki í leikmannahópi Bayern Munchen á sunnudag þegar liðið mætti Frankfurt í þýsku Bundesliga.

Karólína hefur spilað lítið á tímabilinu og var landliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson spurður út í hennar stöðu.

Um Karólínu Leu í viðtali í gær:
Staða Karólínu áhyggjuefni - „Ég er ekki að fara væla í þjálfaranum hennar"

„Auðvitað vill maður að allir leikmenn séu að spila, það skiptir okkur máli að allir leikmenn séu að spila reglulega. Maður er ekkert endilega glaðasti maður í heimi þegar maður horfir á leikmenn vera tekna út úr hóp og fá lítið að spila," sagði Steini m.a. í viðtalinu í gær.

Faðir Karólínu er Vilhjálmur Kári Haraldsson sem þjálfaði kvennalið Breiðabliks í sumar. Hann setti inn Twitter-færslu í dag í tengslum við frétt mbl.is úr svörum Þorsteins.

Vilhjálmur spyr: „Eiga ungir leikmenn frekar að spila í miðlungsdeildum frekar en að æfa með þeim bestu? Í Bayern Munchen er meðalaldur um 27 ár og allir leikmenn eiga tugi landsleikja."


Athugasemdir
banner
banner
banner