Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. nóvember 2020 22:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fabregas fullkomnaði frábæra endurkomu Mónakó gegn PSG
Mynd: Getty Images
Mónakó 3 - 2 PSG
0-1 Kylian Mbappe ('25)
0-2 Kylian Mbappe ('37)
1-2 Kevin Volland ('52)
2-2 Kevin Volland ('65)
3-2 Cesc Fabregas ('84, víti)

PSG heimsótti í dag Mónakó á Stade Louis II í Mónakó. Leikurinn var liður í 11. umferð deildarinnar og var PSG með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Mónakó var í 7. sæti deildarinnar.

Kylian Mbappe kom PSG í 0-2 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. Eftir annað markið skoraði Moise Kean mark sem dæmt VAR af vegna rangstöðu. Mbappe skoraði svo aftur sjálfur en aftur sást rangstaða með VAR.

Mónakó kom til baka í seinni hálfleiknum og var það Kevin Volland sem hóf endurkomuna með marki á 52. mínútu og jafnaði svo leikinn á 65. mínútu. Það var svo varamaðurinn Cesc Fabregas sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu á 84. mínútu. Mónakó er nú í öðru sæti með 20 stig, fjórum stigum minna en PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner