Aron Máni Sverrisson og Bjarmi Fannar Óskarsson eru búnir að skrifa undir tveggja ára samninga við Dalvík/Reyni eftir að hafa leyst mikilvægt hlutverk á síðustu leiktíð.
Í fyrra voru þeir báðir hjá félaginu að láni frá Þór og léku mikilvægt hlutverk í byrjunarliðinu. Núna eru þeir komnir til að vera.
Dalvík/Reynir fór upp úr 3. deild í sumar þar sem liðið náði sér í 47 stig úr 22 leikjum. Dalvíkingar fara upp með Sindra eftir að hafa endað í öðru sæti á markatölu.
„Ungir og efnilegir strákar sem við hlökkum til að fylgjast með💙," segir meðal annars í færslu Dalvíkur/Reynis.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir