
Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er sérfræðingur yfir leik Katar og Ekvador í opnunarleik HM, en hann talaði örlítið um Cristiano Ronaldo.
Ronaldo kom fram í viðtali við Piers Morgan á dögunum þar sem hann var ósáttur við gagnrýnina frá Rooney.
Þá bætti hann því við að hann væri í betra formi en Rooney og væri betur útlítandi. Hann kallaði þá Rooney rottu síðar í viðtalinu en Rooney vildi ekki svara sérstaklega fyrir þessi ummæli.
Í dag fyrir leik Katar og Ekvador fékk Rooney spurningu sem innihélt þrjá leikmenn. Hvaða leikmaður myndi spila í hans liði. Einn í liðinu, einn á bekknum og henda einum út. Möguleikarnir voru Harry Kane, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
„Ég myndi byrja Messi, hafa Kane á bekknum og skilja Ronaldo eftir. Hann er ekki að spila fyrir félagslið sitt,“ sagði Rooney í settinu.
Rooney just ended Ronaldo again 😭😭😭 pic.twitter.com/mIftDGlKG2
— Madrid Fan (@cristiano_peak) November 20, 2022
Athugasemdir