
Ísland átti ekki merkilega riðlakeppni í undankeppni Evrópumótsins 2024 en okkar strákar enduðu í fjórða sæti með tíu stig í tiltölulega þægilegum riðli.
En það er enn möguleiki fyrir okkar lið að komast á lokakeppnina í gegnum umspilið sem verður í mars.
En það er enn möguleiki fyrir okkar lið að komast á lokakeppnina í gegnum umspilið sem verður í mars.
Umspilið er í gegnum Þjóðadeildina en á dögunum var það reiknað út að það væru 97 prósent líkur á því að Ísland færi í umspilið. Í kvöld skýrast línur enn frekar þegar Tékkland spilar við Moldóvu.
Moldóva hefur komið mikið á óvart og er í möguleika á að komast beint á Evrópumótið með sigri. Liðið er tveimur stigum frá Tékklandi fyrir leikinn í kvöld.
Vísir fjallar um það hversu mikilvægur leikur Tékklands og Moldóvu í kvöld er fyrir okkur Íslendinga því ef Moldóva vinnur leikinn, þá förum við ekki í umspilið. Tékkland fer þá í umspilið á kostnað okkar Íslendinga.
Tékkland er á heimavelli og það yrði skandall ef þeir myndu tapa leiknum, en ótrúlegri hlutir hafa gerst í fótboltanum.
Þá er einnig sagt frá því að úrslit í öðrum riðlum í kvöld muni segja til um það hvort Ísland fari mögulega í A-hluta umspilsins - erfiðara umspilið - eða B-hluta umspilsins. Staðan verður skýrari eftir leiki kvöldsins.
Leikur Tékklands og Moldóvu hefst klukkan 19:45 í kvöld.
To enter the Play-offs:
— Football Rankings (@FootRankings) November 20, 2023
???????? Estonia - 99%
???????? Iceland - 98%
???????????????????????????? Wales - 95%
???????? Kazakhstan - 90%
???????? Italy - 63%
???????? Ukraine - 37%
???????? Azerbaijan - 10%
???????? Croatia - 5%
???????? Czechia - 3%
(% per @fmeetsdata) pic.twitter.com/O8RSazmd4M
Athugasemdir