Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mán 20. nóvember 2023 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moldóva gæti eyðilagt drauma Íslendinga í kvöld
watermark Úr leik Portúgals og Íslands í gærkvöldi.
Úr leik Portúgals og Íslands í gærkvöldi.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland átti ekki merkilega riðlakeppni í undankeppni Evrópumótsins 2024 en okkar strákar enduðu í fjórða sæti með tíu stig í tiltölulega þægilegum riðli.

En það er enn möguleiki fyrir okkar lið að komast á lokakeppnina í gegnum umspilið sem verður í mars.

Umspilið er í gegnum Þjóðadeildina en á dögunum var það reiknað út að það væru 97 prósent líkur á því að Ísland færi í umspilið. Í kvöld skýrast línur enn frekar þegar Tékkland spilar við Moldóvu.

Moldóva hefur komið mikið á óvart og er í möguleika á að komast beint á Evrópumótið með sigri. Liðið er tveimur stigum frá Tékklandi fyrir leikinn í kvöld.

Vísir fjallar um það hversu mikilvægur leikur Tékklands og Moldóvu í kvöld er fyrir okkur Íslendinga því ef Moldóva vinnur leikinn, þá förum við ekki í umspilið. Tékkland fer þá í umspilið á kostnað okkar Íslendinga.

Tékkland er á heimavelli og það yrði skandall ef þeir myndu tapa leiknum, en ótrúlegri hlutir hafa gerst í fótboltanum.

Þá er einnig sagt frá því að úrslit í öðrum riðlum í kvöld muni segja til um það hvort Ísland fari mögulega í A-hluta umspilsins - erfiðara umspilið - eða B-hluta umspilsins. Staðan verður skýrari eftir leiki kvöldsins.

Leikur Tékklands og Moldóvu hefst klukkan 19:45 í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner
banner