Penninn er á lofti hjá Frömurum þessa dagana en nú hefur Orri Sigurjónsson framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára.
Orri kom til félagsins frá Þór fyrir síðasta tímabil og spilaði 17 leiki í Bestu deildinni og skoraði 3 mörk.
Hann átti meðal annars eitt flottasta mark mótsins í 3-2 sigri á HK í júní.
Akureyringurinn verður hjá Fram næstu tvö árin eftir að hafa skrifað undir samning sem gildir út 2025.
Fram rétt bjargaði sér frá falli úr Bestu deildinni en liðið hafnaði í 10. sæti með 27 stig.
Athugasemdir