Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mán 20. nóvember 2023 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Vonarstjarna Frakka spilar ekki meira á þessu ári
Mynd: EPA
Warren Zaire-Emery, leikmaður Paris Saint-Germain og franska landsliðsins, verður ekki meira með á þessu ári vegna meiðsla.

Þessi 17 ára gamli miðjumaður spilaði á dögunum sinn fyrsta A-landsleik með Frökkum í 14-0 slátrun liðsins á Gíbraltar, þar sem hann komst eninig á blað og varð þar með annar yngsti markaskorarinn í sögu Frakklands.

Zaire-Emery þurfti að fara af velli vegna meiðsla aðeins fjórum mínútum eftir markið en hann verður frá út árið.

Miðjumaðurinn efnilegi spilar því ekki fyrr en eftir vetrarfrí deildarinnar.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Zaire-Emery unnið sér inn fast sæti í liði Paris Saint-Germain á leiktíðinni þar sem hann hefur spilað fimmtán leiki og komið að sjö mörkum.
Athugasemdir
banner
banner