Miðvörðurinn ungi Teitur Magnússon gæti verið á heimleið og spilað hér á Íslandi næsta sumar.
Teitur er 19 ára gamall og fór frá uppeldisfélagi sínu FH til OB í Danmörku sumarið 2019. Hann varð Danmerkurmeistari með U19 liði félagsins.
Hann var svo lánaður til Middlefart í dönsku C-deildinni.
Teitur er 19 ára gamall og fór frá uppeldisfélagi sínu FH til OB í Danmörku sumarið 2019. Hann varð Danmerkurmeistari með U19 liði félagsins.
Hann var svo lánaður til Middlefart í dönsku C-deildinni.
Nokkur félög hér á landi hafa sýnt leikmanninum unga áhuga samkvæmt heimildum Fótbolta.net en hann hefur náð samkomulagi við OB um samningslok. Hann æfði með Víkingi Reykjavík á dögunum.
Teitur fékk eldskírn í efstu deild hér á landi 2017 þegar hann lék einn leik með FH-ingum og var svo lánaður til Þróttar sumarið eftir.
Hann hefur leikið 20 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir