Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 21. janúar 2022 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átta lið standa eftir - Öll verið í B-deild á síðustu sex árum
Christopher Nkunku, leikmaður RB Leipzig. Hans lið er sigurstranglegast.
Christopher Nkunku, leikmaður RB Leipzig. Hans lið er sigurstranglegast.
Mynd: EPA
Það er ljóst hvaða átta lið verða í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslit þýsku bikarkeppninnar.

Það verður áhugavert að sjá hvaða lið fer alla leið í ár. Tvö stærstu félög landsins - Bayern München og Borussia Dortmund - eru bæði úr leik. Bayern féll úr leik gegn Borussia Mönchengladbach og Dortmund tapaði gegn St. Pauli.

Fjögur af félögunum átta sem eru eftir, þau leika í B-deildinni og það er því enn möguleiki að það verði lið úr B-deild sem fari alla leið. Öll átta félögin hafa verið eða eru í B-deildinni á síðustu sex árum.

Aðeins þrjú af liðunum hafa unnið keppnina áður og eru þau öll í B-deild núna; Karlsruher SC, Hamburger SV og Hannover 96.

Eins og áður segir, þá verður dregið í lok þessa mánaðar og verður spennandi að sjá hvernig þessi keppni þróast. Það er óhætt að segja að sigurvegarinn sé alltaf óvæntur ef það er ekki Bayern eða Dortmund.

Liðin sem eru eftir:
Hamburg
St. Pauli
Karlsruher
Bochum
RB Leipzig
Union Berlín
Freiburg
Hannover
Athugasemdir
banner
banner
banner