Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 21. janúar 2023 16:30
Aksentije Milisic
Lingard: Mourinho var besti stjóri í heimi
Mynd: Getty Images

Jesse Lingard, leikmaður Nottingham Forest og fyrrverandi leikmaður Manchester United, var í hlaðvarpsþættinum The Diary of a CEO á dögunum þar sem hann ræddi margt.


Eitt af því var Jose Mourinho en Portúgalinn þjálfaði Lingard hjá Manchester United. Lingard spilaði einn sinn besta bolta fyrir Manchester United á þeim tíma sem Mourinho var stjóri liðsins.

„Jose Mourinho var besti stjóri í heimi. Hann vildi bara vinna. Hann var góður maður á mann og hann hafði trú á mér. Ég fór á Heimsmeistaramótið (2018) útaf honum, ég átti eitt mitt besta tímabil,” sagði Lingard.

„Það var erfitt að vinna deildina með United. Man City var búið að taka yfir. Við unnum Evrópudeildina, Carabao bikarinn og Samfélagsskjöldinn."

„Við vorum að vinna titla. Eftir að Mourinho fór, þá hættu titlarnir að koma,” sagði Lingard.

Lingard gagnrýndi þá Man Utd fyrir umgjörð og fleira og þá fór hann einnig yfir það þegar hann átti í andlegum erfiðleikum.


Athugasemdir
banner
banner
banner