Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 23:31
Elvar Geir Magnússon
Harvey Elliott: Ég er ekki að fara neitt
Elliott fagnar sigurmarki sínu.
Elliott fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: Getty Images
Hinn 21 árs gamli Harvey Elliott skoraði sigurmark Liverpool gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Elliott kom inn af bekknum í hálfleik og skoraði 2-1.

Sigurinn gerir það að verkum að Liverpool, sem er með fullt hús, er búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum.

Elliott hefur komið við sögu í átta deildarleikjum á tímabilinu og hafa verið vangaveltur um framtíð hans. Eftir leikinn í kvöld endurtók hann það sem hann sagði fyrr í vikunni.

„Ég er ekki að fara neitt. Þetta er mitt lið og minn klúbbur. Við erum í frábærum málum á þessu tímabili. Ég hef spjallað við stjórann en ég þarf á sama tíma að gera mér grein fyrir stöðunni. Það væri kjánalegt hjá mér að segja að ég ætti að vera í byrjunarliðinu," segir Elliott.


Athugasemdir
banner
banner