Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 21. febrúar 2020 14:03
Magnús Már Einarsson
Henderson frá í þrjár vikur
Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá þessu á fréttamannafundi í dag.

Henderson meiddist aftan í læri í 1-0 tapinu gegn Atletico Madrid á þriðjudaginn.

Henderson missir af komandi deildarleikjum gegn West Ham, Watford og Bournemouth sem og bikarleik gegn Chelsea.

Þá er hann tæpur fyrir síðari leikinn gegn Atletico Madrid þann 11. mars.
Athugasemdir
banner