Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 21. febrúar 2020 14:30
Fótbolti.net
Óvæntir nýliðar?
Natasha er nýliði í A-landsliðshópnum
Natasha er nýliði í A-landsliðshópnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós hefur leikið frábærlega með Fylki og fær tækifæri í landsliðshópnum
Berglind Rós hefur leikið frábærlega með Fylki og fær tækifæri í landsliðshópnum
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Þetta er áhugavert og ég er aðallega spennt að sjá Natöshu,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir er rætt var um landsliðsvalið í nýjasta þætti Heimavallarins. Þær Natasha Anasi, fyrirliði Keflavíkur, og Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, eru báðar í hópnum sem spilar á æfingamóti á Spáni í byrjun næsta mánaðar.

Natasha fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir stuttu og þetta er í fyrsta skipti sem hún er gjaldgeng í íslenska landsliðshópinn. Hún hefur verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins öll þau ár sem hún hefur leikið hérlendis.

Bára var spurð hvort að valið hefði komið á óvart þar sem að Natasha ákvað að halda tryggð við Keflavíkurliðið sem féll niður um deild í haust og leikur því í 1.deild næsta sumar.

„Nei, valið núna kemur ekki á óvart. Mér finnst mjög lógískt að hann vilji taka hana með í þetta verkefni og sjá hana. Svo veltur þetta auðvitað á því hvernig hún stendur sig. Mér finnst það að hún velji að spila í 1. deild ekki vera sjálkrafa rautt spjald á að hún fari í A-landsliðið.“

Bæði Berglind Rós og Natasha léku oftast í stöðu miðvarðar á síðasta tímabili en hafa báðar reynslu af því að spila framar á vellinum líka.

„Sif Atla er meidd og Anna Björk ekki valin og þar sem þær eru hafsentar finnst mér gefa auga leið að Jón Þór sé að fara að prófa þær þar,“ sagði Hulda Mýrdal en Bára var ekki alveg jafn viss í sinni sök.

„Hann er með Guðný Árna, Ingibjörgu og Glódísi þarna svo það er enginn skortur á miðvörðum. Fyrir mér getur Natasha spilað alveg nokkrar stöður svo ég veit ekki.“
Heimavöllurinn - Íslenskur undirbúningsvetur hefst með látum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner