Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 21. febrúar 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Times: Al-Khelaifi gaf tæplega 140 milljónir til FIFA
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Greint var frá því á dögunum að Nasser Al-Khelaifi, forseti beIN Sports og PSG, hafi verið kærður af svissneska ríkissaksóknaranum. Hann er kærður fyrir að hafa kvatt Jerome Valcke, fyrrum framkvæmdastjóra FIFA, til að brjóta lög.

Samkvæmt The Times var upprunalega kæran þyngri og í tveimur liðum. Annar liðurinn sneri að mútum, þar sem Al-Khelaifi var sakaður um að hafa greitt mútur til að tryggja sjónvarpsréttinn á HM 2026 og 2030 til beIN Sports.

FIFA ákvað að draga þann hluta kærunnar til baka í janúar eftir að hafa komist að 'vinalegu samkomulagi' við Al-Khelaifi. Times greinir frá því að hluti af þessu samkomulagi hafi verið peningaframlag til FIFA að andvirði 950 þúsund evra, eða tæplega 140 milljónum íslenskra króna.

Til gamans má geta að Al-Khelaifi situr í framkvæmdaráði UEFA ásamt mönnum á borð við Luis Rubiales, David Gil, Andrea Agnelli og Davor Suker.
Athugasemdir
banner
banner
banner