Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 21. febrúar 2023 22:57
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Viðureigninni er ekki lokið
Ancelotti í upphituninni fyrir úrslitaleikinn í fyrra.
Ancelotti í upphituninni fyrir úrslitaleikinn í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Real Madrid vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Liverpool á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.


Liverpool komst í tveggja marka forystu snemma leiks og svöruðu Madrídingar því með fimm mörkum og urðu lokatölur 2-5.

„Við misstum aldrei sjálfstraustið þrátt fyrir að lenda undir snemma leiks. Strákarnir nýttu færin sín vel og svo átti Vinicius Junior ótrúlegan leik. Þetta var bara fyrri leikurinn, við eigum ennþá eftir að spila seinni leikinn," sagði Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, beint eftir sigurinn.

„Þetta féll með okkur í kvöld en seinni leikurinn verður ekki auðveldur þrátt fyrir þessi úrslit. Þegar við lentum 2-0 undir hugsaði ég strax um útileikinn gegn Manchester City í fyrra og vonaði að strákarnir myndu bregðast eins við - en þeir fóru framúr mínum björtustu vonum.

„Liverpool er frábært lið sem lét okkur kveljast mikið í fyrri hálfleik. Þessi viðureign er alls ekki búin, ekki séns."

Vinicius Junior og Karim Benzema skoruðu sitthvora tvennuna en Rodrygo Goes komst ekki á blað.

„Ég vil hrósa Rodrygo sérstaklega fyrir sitt framlag í kvöld. Hann gerði nákvæmlega það sem ég bað hann um að gera og stóð sig ótrúlega vel á kantinum. Hann hljóp upp og niður völlinn stanslaust."


Athugasemdir
banner
banner