Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. febrúar 2023 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Fyllir mann aftur af von
Courtois lék Liverpool grátt í úrslitaleiknum í maí síðastliðnum.
Courtois lék Liverpool grátt í úrslitaleiknum í maí síðastliðnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net
Victor Osimhen, sóknarmaður Napoli.
Victor Osimhen, sóknarmaður Napoli.
Mynd: Getty Images
Verður Vinicius á skotskónum?
Verður Vinicius á skotskónum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meistaradeildin er komin á fleygiferð. Í síðustu viku hófust 16-liða úrslitin og fyrri umferð þeirra klárast núna í vikunni. Það eru tveir áhugaverðir slagir á dagskrá í kvöld.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Halldór Árnason

Eintracht Frankfurt 1 - 2 Napoli
Napoli er heitasta lið Evrópu um þessar mundir og hafa verið gjörsamlega óstöðvandi, bæði heima og í Evrópu. Napoli hefur unnið 18 af síðustu 19 leikjum í deildinni og rúlluðu upp riðlinum sínum í CL, töpuðu einungis stigum í síðasta leik þegar efsta sæti riðilsins hafði svo gott sem verið tryggt.

Frankfurt hefur hins vegar líka verið öflugt á tímabilinu og gert sig gildandi í toppbaráttunni í Bundesligunni. Þeir tryggðu sig áfram úr riðlinum með frábærri endurkomu í síðasta leik og munu vera erfiður andstæðingur fyrir Napoli.

Hins vegar klárar Napoli þennan leik 2-1 og fara með þægilegt forskot í síðari leikinn á Ítalíu.

Liverpool 2 - 1 Real Madrid
Tvö lið sem hafa valdið vonbrigðum á tímabilinu, og er þetta allt annar leikur en fyrir ári síðan. Fáir hefðu trúað að Liverpool yrði 20 stigum á eftir Arsenal á þessum tímapunkti og Real Madrid er töluvert lengra frá toppsætinu á Spáni en þeir vildu vera. Jafnframt voru þeir ósannfærandi í riðlinum þar sem þeir töpuðu leikjum og stigum á móti bæði Leipzig og Shakhtar.

Meistaradeildin er von Liverpool um að fá eitthvað út úr tímabilinu og ég trúi því að þeir fari áfram úr einvíginu; 2-1 sigur í kvöld nægir til að klára svo dæmið í Madrid.

Sigurður Heiðar Höskuldsson

Eintracht Frankfurt 0 - 2 Napoli
Frankfurt hefur átt nokkuð stöðugt tímabil. Gerðu vel að komast upp úr riðlinum og Kolo Muani vakið verðskuldaða athygli. Engar flugeldasýningar hjá þeim en þessi stöðuga frammistaða skilar þeim í Meistaradeildarbaráttu heima og upp úr nokkuð erfiðum riðli í Meistaradeildinni.

Tímabilið hjá Napoli hefur hins vegar verið hálfgerð flugeldasýning. Eru á fljúgandi siglingu og lykilmenn liðsins bara eiga varla slakan leik.

Ítalirnir eru of mikið fyrir Frankfurt, 0-2. Osimhen heldur uppteknum hætti og skorar bæði.

Liverpool 3 - 1 Real Madrid
Maður var farinn að hætta að þekkja Liverpool liðið í janúar og maður var búinn að afskrifa þetta tímabil gjörsamlega, og sérstaklega þetta Real Madrid einvígi. En svo koma þessir leikir gegn Everton og Newcastle sem fyllir mann aftur af von um að þetta tímabil reddist. Jota, Van Dijk og Firmino komnir til baka og Nunez og Gakpo að skora.

Real er upp og niður. Benzema tæpur. Ancelotti að taka við Brasilíu?

Það er rosaleg saga milli þessara félaga í Evrópu sem segir manni að þetta verði alvöru einvígi. Ætla að hafa trú á að mínir menn nýti þennan meðbyr síðustu viku og taki Real, 3-1.

Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Eintracht Frankfurt 1 - 2 Napoli
Napoli eru líklega heitasta lið Evrópu um þessar mundir. Það hefur verið gríðarlega gaman að fylgjast með þeim í ítalska boltanum, sem og í Meistaradeildinni. Fóru í smávegis endurbyggingu á liði sínu síðasta sumar og það hefur allt gengið upp. Kim, Kvaratskhelia og Osimhen eru svo geggjaðir. Ég held að Napoli geti farið alla leið í Meistaradeildinni í ár, og þeir klára þetta einvígi í kvöld með útisigri.

Liverpool 0 - 1 Real Madrid
Hvorugt þessara liða hefur átt gott tímabil og eru eflaust bæði glorhungruð að gera góða hluti í Meistaradeildinni. Liverpool eru eflaust staðráðnir í að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum í fyrra, en það tekst ekki hjá þeim í kvöld. Vörnin verður sterk hjá Madrídingum með Courtois þar fyrir aftan. Vinicius nær svo að koma inn sigurmarkinu í seinni hálfleik.

Staðan í heildarkeppninni:
Halldór Árnason - 6
Sigurður Heiðar Höskuldsson - 3
Fótbolti.net - 1
Athugasemdir
banner
banner