Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. febrúar 2023 19:08
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Benzema kominn úr meiðslum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Liverpool og Real Madrid eigast við í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu og hafa byrjunarliðin verið staðfest. Liðin mætast í 16-liða úrslitum og fer fyrri leikurinn fram á Anfield.


Jürgen Klopp mætir til leiks með sama byrjunarlið og í 0-2 sigri gegn Newcastle um helgina. Diogo Jota, Roberto Firmino, Naby Keita og Joel Matip eru á bekknum.

Stefan Bajcetic á miðjunni er yngsti leikmaður til að byrja inná í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í sögu Liverpool. Hann er aðeins 18 ára og 4 mánaða gamall.

Real Madrid mætir þá til leiks með ógnarsterkt lið þar sem Karim Benzema er kominn til baka úr meiðslum og leiðir sóknarlínuna ásamt Vinicius Junior og Rodrygo Goes.

Það ríkir mikil eftirvænting fyrir þessari viðureign enda mætast hér liðin sem léku til úrslita í fyrra. Þar hafði Real Madrid betur þrátt fyrir talsverða yfirburði Liverpool í úrslitaleiknum.

Liverpool: Alisson; Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson; Henderson, Fabinho, Bajcetic; Salah, Nunez, Gakpo.
Varamenn: Adrian, Kelleher, Milner, Keita, Firmino, Oxlade-Chamberlain, Jones, Elliott, Jota, Tsimikas, Carvalho, Matip.

Real Madrid: Courtois; Carvajal, Militao, Rudiger, Alaba; Camavinga, Modric, Valverde; Rodrygo, Benzema, Vinicius.
Varamenn: Lunin, Vallejo, Nacho, Hazard, Kroos, Asensio, Odriozola, Vazquez, Ceballos, Mario Martin, Arribas, Alvaro.

Þá fer annar leikur fram í kvöld þegar Eintracht Frankfurt tekur á móti Napoli. 

Napoli er á ótrúlegu skriði og trónir á toppi ítölsku deildarinnar sem stendur, með fimmtán stiga forystu á Inter. Ítalirnir unnu riðilinn sinn á undan Liverpool og sleppa þess vegna við að mæta Real Madrid í 16-liða úrslitum.

Bæði Napoli og Frankfurt mæta til leiks með sterk byrjunarlið, þar sem tvær markavélar leiða sóknarlínurnar. Randal Kolo Muani, fremsti sóknarmaður Frankfurt, er kominn með 15 mörk og 14 stoðsendingar í 30 leikjum á tímabilinu á meðan Victor Osimhen, fremsti sóknarmaður Napoli, er með 19 mörk og 4 stoðsendingar í 23 leikjum. Þeir eru báðir 24 ára gamlir.

Frankfurt hafði betur gegn Sporting CP og Marseille til að komast í útsláttarkeppnina og situr liðið í sjötta sæti þýsku deildarinnar, fimm stigum frá toppnum.

Frankfurt: Trapp, Melo, Jakic, Ndicka, Buta, Kamada, Sow, Max, Lindström, Götze, Kolo Muani.

Napoli: Meret, Di Lorenzo, Rrahmani, Kim, Olivera, Anguissa, Lobotka, Zielinski, Lozano, Kvaratskhelia, Osimhen.


Athugasemdir
banner
banner
banner