Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 21. febrúar 2023 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Jóhann Berg kom við sögu í jafntefli

Það fóru fimm leikir fram í Championship deildinni í kvöld þar sem Jóhann Berg Guðmundsson kom inn af bekknum í 1-1 jafntefli Burnley á útivelli gegn Millwall.


Ashley Barnes kom Burnley yfir í fyrri hálfleik  og var Jóhanni Berg skipt inn á 73. mínútu. Tom Bradshaw gerði jöfnunarmark Millwall á lokakaflanum. 

Burnley er áfram með þægilega forystu á toppi deildarinnar og þarf að klúðra málunum illilega til að mistakast að komast upp í efstu deild fyrir næstu leiktíð.

Tyrhys Dolan gerði þá eina markið í sigri Blackburn á Blackpool og bætti um leið stöðu sinna manna í umspilsbaráttunni. Blackburn klifraði meðal annars yfir Sunderland á stöðutöflunni, sem tapaði á útivelli gegn Rotherham.

Marcelino Nunez setti tvennu í flottum sigri Norwich sem er einu stigi frá umspilssæti. Annað marka Nunez var stórglæsilegt, þar sem hann tók viðstöðulaust skot eftir að gestirnir frá Birmingham reyndu að hreinsa hornspyrnu úr vítateignum.

Blackburn 1 - 0 Blackpool
1-0 Tyrhys Dolan ('31 )

Millwall 1 - 1 Burnley
0-1 Ashley Barnes ('51 )
1-1 Tom Bradshaw ('85 )

Norwich 3 - 1 Birmingham
1-0 Marcelino Nunez ('27 )
2-0 Marcelino Nunez ('37 )
2-1 Maxime Colin ('53 )
3-1 Christos Tzolis ('90 )

Rotherham 2 - 1 Sunderland
1-0 Oliver Rathbone ('19 )
2-0 Shane Ferguson ('56 )
2-1 Joe Gelhardt ('62 )

Swansea 1 - 3 Stoke City
1-0 Morgan Whittaker ('2 )
1-1 Josh Laurent ('15 )
1-2 Josh Laurent ('19 )
1-3 Lewis Baker ('90 )


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
3 Sheffield Utd 46 28 8 10 63 36 +27 90
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 46 20 9 17 64 58 +6 69
6 Bristol City 46 17 17 12 59 55 +4 68
7 Blackburn 46 19 9 18 53 48 +5 66
8 Millwall 46 18 12 16 47 49 -2 66
9 West Brom 46 15 19 12 57 47 +10 64
10 Middlesbrough 46 18 10 18 64 56 +8 64
11 Swansea 46 17 10 19 51 56 -5 61
12 Sheff Wed 46 15 13 18 60 69 -9 58
13 Norwich 46 14 15 17 71 68 +3 57
14 Watford 46 16 9 21 53 61 -8 57
15 QPR 46 14 14 18 53 63 -10 56
16 Portsmouth 46 14 12 20 58 71 -13 54
17 Oxford United 46 13 14 19 49 65 -16 53
18 Stoke City 46 12 15 19 45 62 -17 51
19 Derby County 46 13 11 22 48 56 -8 50
20 Preston NE 46 10 20 16 48 59 -11 50
21 Hull City 46 12 13 21 44 54 -10 49
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
Athugasemdir
banner