Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. febrúar 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Dani Alves fær ekki lausn gegn tryggingu - Óttast að hann gæti flúið land
Dani Alves.
Dani Alves.
Mynd: Getty Images
Brasilíski fótboltamaðurinn Dani Alves, fyrrum leikmaður Barcelona, fær ekki lausn úr fangelsi á Spáni gegn tryggingu. Hann er sakaður um kynferðisofbeldi þann 30. desember síðastliðinn.

Alves verður 40 ára í maí en hann varð í desember elsti leikmaður sem hefur spilað fyrir Brasilíu á HM.

Alves neitar sök og lögmaður hans bað um að hann fengi lausn úr haldi lögreglu gegn tryggingu, ef hann myndi láta vegabréf sitt af hendi og vera með ökklaband (rafrænt eftirlit).

Dómstóllinn hafnaði beiðninni en óttast er að Alves gæti flúið land.

Milli jóla og áramóta skellti Alves sér út á lífið á hina vinsælu Carrer Tuset götu þar sem nóg er af næturklúbbum og öðrum freistingum. Kona sakar hann um kynferðisofbeldi sem á að hafa átt sér stað inni á salerni Sutton næturklúbbsins.

Alves var samningsbundinn Pumas í Mexíkó en samningi hans var rift í janúar eftir að hann var handtekinn.

Alves er varnarmaður sem spilaði alls 408 leiki fyrir Barcelona, vann La Liga sex sinnum og Meistaradeildina þrívegis. Hann spilaði einnig fyrir Paris St-Germain og Juventus og hefur leikið 126 landsleiki fyrir Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner